Burt með skrílinn

Ég skora á Björn Bjarnason að síga lögreglunni á skrílinn sem situr á þingi og að þeir þingmenn eins og Álfheiðar Ingadóttur sem vogar sér að kíkja út um glugga verði handjárnaðir og sprautað á þá piparúða. Ég skora á lögreglumenn að taka sér frí frá vinnu og láta fólk vera á meðan verið er að hreinsa skítinn úr Alþingishúsinu.


mbl.is Mótmæla aftur í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótmælum

Ég skora á landsmenn að mótmæla við Alþingishúsið á meðan okkar spilltu þingmenn eru við vinnu sína að renna sínum spilltu frumvörpum í gegn meðan almenningur í landinu berst í bökkum við að halda fjölskyldum sínum frá gjaldþroti. Það sem gerst hefur á Íslandi síðustu árin hefði aldrei gerst ef á Alþingi væru ekki spilltir þingmenn sem níðast á þjóð sinni til að geta  þjónað auðvaldinu sem best. Því get ég lofað ykkur að sú spilling sem upp á yfirborðið er komin er eingöngu toppurinn á ísjakanum. Þingmenn munu sitja eins lengi og þeir geta á Alþingi til að getað verndað sig og sína spillingu. Ég vona að búið verði að tæma þinghúsið og setja á þjóðstjórn áður en þjónar auðvaldsins úthluta sínum mönnum olíulindum okkar íslendinga.


Ísland auðmannanna og Ísland öreiganna

Það viðrist vera til tvö lönd með nafninu Ísland. Annarsvegar Ísland auðmannanna þar sem auðmenn lifa einsog kóngar og geta farið og fengið alla þá peninga sem þeir vilja í bönkunum jafnvél seðlabankanum. Þeir hafa góða og trygga þjóna á Alþingi sem hneigja sig og beygja einsog þeim er sagt. Þeir hafa krónu sem þeir geta spilað með einsog þeim hentar til að hagnast á. Hitt landið er Ísland öreiganna þar hafa menn ekki peninga fyrir skuldunum sem þeir skulda bönkunum í landi auðmannanna, ekki peninga til að versla vörur í verslunum í landi auðmannanna, ekki peninga til að kaupa bensín á bensínstöðum í landi auðmannanna, ekki peninga til að borga þá skatta og gjöld sem þeir eiga að greiða í landi auðmanna og krónu hafa þeir sem þeir ráða ekki við, hún hækkar lánin, matinn og býr til verðbólgu sem er allt að drepa á Íslandi öreiganna. Á Íslandi öreiganna fær fólk þó að kjósa til alþingis á 4 ára fresti fólk sem ekkert gerir fyrir öreigana nema að níðast á þeim. En nú er að koma upp vandamál það er farið að vanta peninga á Íslandi auðmananna en þeir eru fljótir að átta sig á vandamálinu. Þeir eru búnir að senda sínu dyggu þjóna niður á Alþingi út í lönd til að betla peninga hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og öllum þeim bönkum sem fundist hafa, þeir eru búnir að falla frá ábyrgðum á þeim lánum sem þér skulda í bönkunum og jafnvél búnir að fá lánaða peninga í banka sem þeir komu í þrot til að kaupa fyrirtæki sem þeir eiga sjálfir svo að fyrirtækið fari ekki í þrot.

Auðmaðurinn veit að án öreiganna hefur hann ekki neitt.


Trúðarnir við Austurvöll

Þegar allt er að fara til fjandans í landi tækifæranna er afskaplega leiðinlegt að lesa um að kjörnir þingmenn og ráðherrar skulu vera haga sér einsog fífl niður á Alþingi og ræða um hver sitji í kjöltu seðlabankastjóra og að ráðherra standi nakin í ræðustól. Í hvaða heimi lifir þetta fólk sem kosið er á Alþingi Íslendinga?


Fyrir hverja vinna stjórnvöld?

Ef stjórnvöld hefðu tengt íslensku krónuna við evruna um síðustu áramót eða fyrr í stað þess að eiða tímanum í umræður sem ekki skipta máli hefði ástandið hjá almenningi í landinu verðið miklu betra. Þeir aðilar og þau fyrirtæki sem hafa tekið erlend lán væru mikið betur stödd í dag. Þeir einstaklingar og þau fyrirtæki sem hafa tekið innlend lán væru mikið betur stödd í dag. Hið óþarfa gengisfall íslensku krónunnar hefur kostað íslendinga töluvert. Matvörur, bensín og flest það sem fjölskyldur í landinu þurfa til að lifa hefur hækkað sem leitt hefur til hækkunar neysluvísitölunnar, verðtryggðar lána (okurlána) og hækkun verðbólgunnar. Þessar hækkanir eru að setja heimili landsins á hausinn.

Það er skoðun mín að Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún séu ekki að þjóna almenningi í landinu meðan þau samþykkja með aðgerðaleysi sínu að lán séu vístölutryggð og gengi krónan hefur ekki verið tengt evrunni.


Heimatilbúin kreppa.

Þó svo að ráðherrar bendi út og suður þegar talið berst að verðbólgunni, þá er sú verðbólga sem verið hefur hér á landi síðustu árin heimatilbúin að mestu leyti. Það eru til leiðir til að lækka verðbólguna hvers vegna þær hafa ekki verið notaðar veit ég ekki. Ég vona samt að ástæðan sé sú að kjörnir stjórnendur landsins  séu misvitrir frekar en að þér séu að þjóna hagsmunum þröngra hagsmunahópa.  


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband