Ísland auðmannanna og Ísland öreiganna

Það viðrist vera til tvö lönd með nafninu Ísland. Annarsvegar Ísland auðmannanna þar sem auðmenn lifa einsog kóngar og geta farið og fengið alla þá peninga sem þeir vilja í bönkunum jafnvél seðlabankanum. Þeir hafa góða og trygga þjóna á Alþingi sem hneigja sig og beygja einsog þeim er sagt. Þeir hafa krónu sem þeir geta spilað með einsog þeim hentar til að hagnast á. Hitt landið er Ísland öreiganna þar hafa menn ekki peninga fyrir skuldunum sem þeir skulda bönkunum í landi auðmannanna, ekki peninga til að versla vörur í verslunum í landi auðmannanna, ekki peninga til að kaupa bensín á bensínstöðum í landi auðmannanna, ekki peninga til að borga þá skatta og gjöld sem þeir eiga að greiða í landi auðmanna og krónu hafa þeir sem þeir ráða ekki við, hún hækkar lánin, matinn og býr til verðbólgu sem er allt að drepa á Íslandi öreiganna. Á Íslandi öreiganna fær fólk þó að kjósa til alþingis á 4 ára fresti fólk sem ekkert gerir fyrir öreigana nema að níðast á þeim. En nú er að koma upp vandamál það er farið að vanta peninga á Íslandi auðmananna en þeir eru fljótir að átta sig á vandamálinu. Þeir eru búnir að senda sínu dyggu þjóna niður á Alþingi út í lönd til að betla peninga hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og öllum þeim bönkum sem fundist hafa, þeir eru búnir að falla frá ábyrgðum á þeim lánum sem þér skulda í bönkunum og jafnvél búnir að fá lánaða peninga í banka sem þeir komu í þrot til að kaupa fyrirtæki sem þeir eiga sjálfir svo að fyrirtækið fari ekki í þrot.

Auðmaðurinn veit að án öreiganna hefur hann ekki neitt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband