17.3.2009 | 13:27
Áfram heldur spillingin
Ég neita að trúa því að Gylfi og okkar spillta Alþingi ætli að endurgreiða Byr þá peninga sem eigendur bankans stálu úr varasjóði hans. Mér þykir það furðulegt að fjársterkir aðilar örugglega með pólitíkusa í vasanum geti keypt hluta í bankanum, stolið öllu úr honum og fengið svo endurgreitt frá hinu spillta Alþingi 10,6 milljarða. Það virðist vera viðurkennd aðferð íslenskra auðmanna að kaupa fyrirtæki, reka þau í þrot, stela öllu úr þeim og láta almenning í landinu borga brúsann. Lokið Byr.
Ég vona að HB Grandi sé ekki næstur.Ég held að það sé komið að byltingunni það hefur ekkert lagast hér á Íslandi því miður.
![]() |
Fráleit bankaleynd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.