19.2.2009 | 13:29
Það sem gefið var
Það gott ef Katrín Jakobsdóttir geti endurheimt málverkin sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn gáfu með ríkisbönkunum. Gjöf okkar spilltu þingmanna á bönkunum er sú dýrasta gjöf sem gefin hefur verið á Íslandi. Bankarnir voru svo í beinu framhaldi reknir í þrot, öllu sem hægt var að stela úr þeim stolið og svo voru þeir afhentir Íslensku þjóðinni aftur stór skuldugir. Það er stór furðulegt sumir þeir sem að þessu komu sitja ennþá á Alþingi Íslending og sína þjóðinni hroka þegar þessi mál eru rædd.
Hafa þessir flokkar Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn enga siðferðiskennd til að losa sig við þessa spilltu þingmenn.
Vill listaverk bankanna í ríkiseigu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það þarf að ná eignarhaldinu skýrt og greinilega frá bönkunum til ríkisins eða Listasafns Íslands og ganga þannig tryggilega frá pappírum að ekki sé hætta á að listaverkin verði aftur gefin glæpamönnum næst þegar bankarnir verða gefnir ...sem mun gerast fyrr eða síðar. Og svarið við spurningunni síðast í blogginu er einfalt, sjálfstæðisflokkurinn og framsóknarflokkurinn hafa enga siðferðiskennd.
corvus corax, 19.2.2009 kl. 13:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.