Fyrir hverja vinna stjórnvöld?

Ef stjórnvöld hefðu tengt íslensku krónuna við evruna um síðustu áramót eða fyrr í stað þess að eiða tímanum í umræður sem ekki skipta máli hefði ástandið hjá almenningi í landinu verðið miklu betra. Þeir aðilar og þau fyrirtæki sem hafa tekið erlend lán væru mikið betur stödd í dag. Þeir einstaklingar og þau fyrirtæki sem hafa tekið innlend lán væru mikið betur stödd í dag. Hið óþarfa gengisfall íslensku krónunnar hefur kostað íslendinga töluvert. Matvörur, bensín og flest það sem fjölskyldur í landinu þurfa til að lifa hefur hækkað sem leitt hefur til hækkunar neysluvísitölunnar, verðtryggðar lána (okurlána) og hækkun verðbólgunnar. Þessar hækkanir eru að setja heimili landsins á hausinn.

Það er skoðun mín að Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún séu ekki að þjóna almenningi í landinu meðan þau samþykkja með aðgerðaleysi sínu að lán séu vístölutryggð og gengi krónan hefur ekki verið tengt evrunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband