Spillingin áfram

Ég trúi því ekki að Steingrímur ætli að forna því trausti og þeirri trú sem fólk hefur á honum með því að fara í samstarf með flokki einsog Samfylkingunni. Í því stjórnarsamstarfi sem Samfylkingin er að koma úr hafa þingmenn hennar og ráðherrar verið ótrúlega duglegir að breiða yfir spillinguna. Það virðist vera forgangsmál hjá Samfylkingunni og framsóknarfloknum að VG bakki með þá kröfu sína að frysta eignir auðmanna. Gefi VG það eftir er flokkurinn falinn í  gryfju spillingar og valdagræðgi eins og hinir flokkarnir. Það er greinilegt að nýi Framsóknarflókurinn ætlar að halda uppi merkjum gamla framsóknarfloksins að verja hagsmuni sinna auðmanna.



mbl.is Býst við stjórn á laugardag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Smjerjarmur

Sem betur fer eru ennþá lög í landinu.  Jafnvel VG eru ekki yfir þau hafin og geta því ekki gert allt sem þeim dettur í hug.

Smjerjarmur, 28.1.2009 kl. 16:32

2 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

Þessi stjórn verður bara byrjunin á hreingerningarstarfinu. Það verða kosningar í vor og vonandi verður hreinsað rækilega til svo að við getum í raun byrjað að byggja upp nýtt samfélag. Það virðist vera að VG sé í "damed if you do, damed if you don´t" stöðu. Menn væla yfir því að VG sé ekki tilbúið til að taka ábyrgð. Svo þegar flokkurinn sýnir þá ábyrgð að bjóða sig fram til að hreinsa upp skítinn eftir D, B og S þá tala menn um spillingu. Í alvöru...

Guðmundur Auðunsson, 28.1.2009 kl. 16:51

3 Smámynd: Birgir Hrafn Sigurðsson

já, í alvöru.

Birgir Hrafn Sigurðsson, 28.1.2009 kl. 17:37

4 Smámynd: Óskar Steinn Gestsson

Sammála Guðmundi, menn eru strax búnir að dæma þessa stjórn, gleymum ekki í hvaða ástandi hún er að taka við!

Óskar Steinn Gestsson, 28.1.2009 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband